Hafðu samband við söluaðila
Húsin í borginni
Klapparstígur 5
101 Reykjavík
Sími: 511 5005
Um húsið
Burðarvirki fjölbýlisins er steinsteypt með hefðbundnum hætti og eru útveggir einangraðir að innan. Fjölbýlið er hvítt steinað að utan en 5. hæðin er máluð, aðrir steyptir fletir eru múrfiltaðir. Gluggar eru úr timbri og klæddir álprófílum en gluggar í kjallara eru málaðir. Handriði á svölum eru úr galvaníseruðum stálprófílum sem klæddir eru með lituðum álplötum en á 5. hæð er gler handriði. Lóð fjölbýlisins er fullfrágengin með gróðri og leiktækjum. Sér afnotaréttur fylgir íbúðum á 1. hæð með hellulagðri verönd og timburskjólvegg. Að framanverðu fjölbýli er upphituð hellulögn, einnig er aðkeyrsla að bílageymslu upphituð.
Söluaðili:  Húsin í borginni - Klapparstígur 5 - Sími: 511 5005